VALMYND ×

Vorskóli GÖ

  Allir
  Næstu tvær vikurnar verða með hefðbundnu vordaga sniði eins og okkur skilst að hafi verið undanfarin ár. 
- Mánudaginn 20. maí verða unnin ýmis verkefni í skólastofunni og námsmat klárað t.d. lestrarpróf. 
- Þriðjudaginn 21. maí ætlum við að fara og veiða við bryggjuna og kannsli damlast á kajak. 
-MIðvikudaginn 22. maí verður opinn dagur í skólanum og hvertjum við foreldra og aðra bæjarbúa þá til að líta við og sjá hvað við erum að aðhafast, meðal þess sem verður gert þennan dag er dans og leikir með tónlist úti á sparkvelli, eldað úti og sáð í gróðurkassa. 
-Fimmtudaginn 23. maí ætlum við að athuga þekkingu nemenda á heimabyggðinni með ratleik. 
-Föstudaginn 24. maí verður svo leikjadagur þar sem ýmsir gamlir og nýjir leikir verða í boði, 

-Mánudaginn 27. maí verðum við aftur við ýmis verkefni í skólastofunni,og tökum til fyrir sumarið bæði í stofu og á skólalóð, 
-Þriðjudaginn 28. mái stefnum við á hjóla og gönguferð út á Klofning þar sem við leikum okkur í fjörunni og skoðum það sem fyrir augun ber. 
- Miðvikudaginn 29. maí förum við í óvissuferð með rútu, upplýsingar um það sem þarf að taka með koma þegar nær dregur. Útskriftarhópur af leikskólanum kemur með okkur í ferðina. 
-Fimmtudaginn 30. maí er frí ( uppstigningardagur). 
-Föstudginn 31. maí förum við í sólskinsgöngu með leikskólabörnunum og gerum eitthvað fleria skemmtilegt.