Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar-Sílaball
Undirbúningur árshátíðarinnar er nú í fullum gangi og verður skólatíma þessa vikuna varið í æfingar, gerð leikmyndar og búninga og annan tilfallandi undirbúnig.
Sýning verður svo í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 25. mars klukkna 18:00 og í framhaldinu ætlum við að skemmta okkur aðeins á Sílaballi.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sýningarinnar, skráningu gesta og fleira verða sendar eftir helgina.
Nemendur unglingastigs hafa samið handrit eftir sögunni um Mjallhvít og dvergana sjö og rýnt í söguna með gagnrýnum augum. Yngri nemendur hafa samið dansa sem falla inn í sýninguna.
Útkomuna verður skemmtilegt að sjá.