VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu fagnað á Flateyri

Jónas Hallgrímsson hefði orðið 210 ára í gær.
Jónas Hallgrímsson hefði orðið 210 ára í gær.

Degi íslenskrar tungu var fagnað með kaffihúsakvöldi í skólanum okkar í gærkvöldi. 

Þær Signý Lilja, Zuzanna og María spiluðu sexhent á píanó lag um hest. Birna Mjöll, Sylvía Lind og Matthildur Gróa sungu Móðir mín í kvíkví. 

Því næst voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarbingó og heimalestur en Svandís Rós og Matthildur fengu verðlaun fyrir lestrarbingó og Helga Lára og Zuzanna fengu verðlaun fyrir að sleppa aldrei degi úr í lestri. 

Allir nemendur skólans léku og lásu ljóð Þórains Eldjárns Karnival dýranna og því næst kynntu eldri nemendur þemaverkefni sín í samfélagsfræði og verkefni sitt um Flóttafólk. 

Að lokum sungu og léku nemendur skólans á hljóðfæri lagið Marsbúa cha cha cha. 

Eftir dagskrána seldi nemendafélagið kaffiveitingar og fer allur ágóði í vorferðasjóð nemenda. 

Við erum enn að bíða eftir myndum frá kvöldinu en myndbandið um Flóttafólk er að finna hér