Deildarstjórastaða á Grænagarði
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri. Um er að ræða 80-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn Grænigarður er staðsettur í fallegu umhverfi þar sem stutt er í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitasæluna. Grænigarður leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi, gleði og kærleika. Áhersla er einnig lögð á gott samstarf við foreldra, hreyfingu, útiveru og frjálsan leik.
Helstu verkefni
- Tekur þátt í gerð skólanámsskrár, ársáætlunar, mati á starfssemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan hennar og milli leikskólastjóra og deildarinnar
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
Hæfnikröfur
- Leyfisbréf leikskólakennara
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2019. Umsóknir skulu sendar til Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra á netfangið Kristbjorgre@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Sunna í síma 450-8360 eða á í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.