Furðuleikar á Flateyri
Föstudaginn 6. október munu nemendur í 1.-7. bekk grunnskólanna á Suðureyri, Þingeyri og í Súðavík koma í heimsókn til okkar og taka þátt í "Flateyrarþrautinni". Nemendum verður blandað saman í hópa þar sem þau að leysa hinar ýmsu þrautir sem fara fram víðsvegar um þorpið í anda þáttanna Amazing race.
Á eftir verður nemendum boðið í mat og heimferð er um klukkan 12.
Það verður líf og fjör í þorpinu okkar þennan dag.