VALMYND ×

Fyrstu skólavikurnar

1 af 4

Fyrstu skólavikurnar hafa gengið vel og við höfum haft fjölbreytt verkefni í gangi.

Fyrstu vikuna eyddum við miklum tíma utandyra þar sem nemendur skoðuðu fjöruna, heimsóttu Sunnu á Bryggjukaffi, skoðuðu listaverk og fóru í berjamó. Við höfum verið að sanka að okkur timbri og höfum verið að vinna úr því síðustu vikurnar. Fengum m.a. góða sendingu frá Sighvati, garðyrkjufulltrúa Ísafjarðarbæjar, en hann var að grisja tré og runna hérna á Flateyri.

Þemað næstu vikurnar er hrekkjavaka þar sem nemendur munu læra um drauga og annað skemmtilegt tengt hátíðinni. Þau eru m.a. byrjuð að semja hryllilega tónlist fyrir hrekkjavökuhátíðina sem við áætlum að halda í lok október. Markmið verkefnisins eru að m.a. að þjálfa sjálfstæði, skapandi vinnubrögð, efla tungumálakunnáttu og styrkja samheldni í hópnum.

Þetta er liður í samþættu verkefni sem unnið er í samvinnu við Grunnskólana á Þingeyri og Suðureyri undir umsjón Ásgarðs skólaráðgjafar. Verkefninu er ætlað að þróa teymiskennslu þvert á skólana þrjá.

Í síðustu viku rannsökuðum við kóngasvarm (fiðrildið) og í þessari viku fengum við óvænt háf í skólann sem leiddi til skemmtilegs og lærdómsríks verkefnis.

Lestur hefur verið í brennidepli, og við hvetjum öll börn til heimalesturs til að efla lestrarfærni og ímyndunarafl

Með góðum kveðjum til ykkar allra

Jóna Lára