VALMYND ×

Góður dagur að baki í skólastarfi

Í dag fór skólastarf í gang aftur eftir erfiða reynslu síðustu daga. Í grunnskólann mættu nemendur klukkan níu og tók öll dagskrá mið af nýiðnum atburðum. Til að byrja með fengu yngri nemendur samtal við þrjá sérfræðinga áfallateymis, Guðrúnu, Ingibjörgu og Petru. Síðan fóur þau út að leika og í leiki í íþróttahúsinu með Kolbrúnu Fjólu og Jónu umsjónarkennara. 

Eldri nemendurnir byrjuðu á að spjalla og spila ásamt Sigga umsjónarkennara sínum og bættist Fjölnir prestur síðan í hópinn.  Þau fóru síðan út í íþróttahús í leiki með Kolbrúnu Fjólu. Miklir fagnaðarfundir urðu svo þegar Alma Sóley bættist í hópinn og hófst þá samtal eldri nemenda og sérfræðinga. 

Stefanía og Guðrún af skólasviðinu vörðu einnig deginum með okkur og léttu undir við ýmislegt. 

Það er mín von að dagurinn hafi nýst nemendum vel. Hefðbundið skólahald hefst svo á mánudaginn. 

Leikskólastarf hófst klukkan átta og nemendum og starfsmönnum til mikillar gleði mættu vaskir meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og Björgunarsveitarinnar Ársæls á svæðið og mokuðu upp nokkur leiktæki.