Grunnskólinn opinn 1. desember
Föstudaginn 1. desember er opið hús í skólanum. Eru foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera. Jafnframt langar okkur að bjóða foreldrum að taka að sér "starf" í skólanum.
Í boði er:
Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í eina kennslustund og aðstoðar nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennara.
Gæsla í frímínútum:
Foreldri tekur að sér frímínútnagæslu kl. 9:35-9:50.
Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við Unni Björk á netfangið unnurbjork@isafjordur.is
Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn í skólann.