Íþróttahátíðin í Bolungarvík
Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin fimmtudaginn 25. október. Hátíðin verður sett kl. 10 og henni lýkur svo með balli kl.23:00. Ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl.18:45 og ballið byrjar kl.20:00. Tímann á milli er hægt að nota til að borða og græja sig fyrir ball. Allir skólar fá afnot af kennslustofu sem verður læst þar sem hægt er að geyma dót og verðmæti. Einarshús og Sjoppan verða með einhver tilboð á mat þennan dag og þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá afhentar samlokur hjá Jónu Láru. Einnig verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa samlokur og drykki og einnig miða á ballið.
Ballið er haldið í skólanum og er miðaverð 1.200 kr. og sjá Aron Can og DJ um skemmtunina
Farið verður á einkabílum starfsmanna skólans. Starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann.
Grunnskóli Önundarfjarðar treystir því að allir mæti með góða skapið og keppnisskapið fyrir leikina.