Jólin nálgast
Nú líður að jólafríi í grunnskólanum og kemur hér smá frétt af fyrirkomulagi næstu daga í leik- og grunnskóla.
Á morgun miðvikudag ætla nemendur grunnskólans að baka smákökur fyrir litlu jólin og jafnvel hita kakó og baka brauð úti.
Á föstudaginn verða svo ,,litlu jólin" og hefst sá dagur með samveru leik- og grunnskólanemenda. Skólahópur mætir þá beint í leikskólann og koma svo grunnskólanemendur þangað um klukkan 9. Jólaballið verður svo haldið snemma morguns að þessu sinni og hefst kl 9:15. Það er von okkar að jólasveinarnir séu árrisulir og kíki við hjá okkur. Að loknu jólaballi halda grunnskólanemendur ásamt skólahóp í grunnskólann þar sem ,,litlu jólin" verða. Þá verða smákökurnar borðaðar og drukkið heitt súkkulaði. Nánara fyrirkomulag litlu jóla er í höndum nemenda og umsjónarkennara. Hátíðarmáltíð verður svo snædd, leikskólabörn og starfsmenn fá sinn mat á leikskólann en skólahópur, grunnskólanemendur og starfsnenn grunnskóla snæða sína máltíð í Gunnukaffi. Að máltíð lokinni eru grunnskólanemendur komnir í jólafrí. Dægradvöl er ekki opin þennan dag. Leikskólinn er opinn alla virka daga, þ.e. Þorláksmessu, föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember. Á aðfangadag og gamlársdag er leikskólinn lokaður. Foreldrar eru beðnir að skrá börn sín í leyfi á þar til gerðu blaði sem hangir í anddyri leikskólans ef fyrirséð er að þau mæti ekki í leikskóla á milli jóla og nýárs.
Með ósk um gleðilega hátíð.