VALMYND ×

Kaffihúsakvöld 5. desember

Kaffihúsakvöld grunnskólans verður á morgun fimmtudaginn 5. desember klukkan 17:00. Nemendurnir eru búnir að undirbúa dagskrá fyrir kvöldið og ætlum við að fá hjálp frá ykkur við að búa til jólasveina sem við ætlum að hengja upp í skólanum. Nemendurnir hafa allir valið sér einn jólasvein sem þau gerðu skissu af og vonumst við til að geta klárað allavegana nokkra af þeim á morgun.
Einnig verðum við með skákborðin tilbúin og væri gaman að geta tekið nokkrar skákir.

Það kostar 1500 krónur inn en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá ykkur