Kaffihúsakvöld á degi Íslenskrar tungu
Nemendur GÖ halda kaffihúsakvöld fimmtudaginn 16. nóvember nk. klukkan 19:00. Ætla krakkarnir að kynna tvö þemaverkefni sem þau hafa verið að vinna að í vetur sem og lesa upp ljóðið Karnival dýranna eftir Þórarinn Eldjárn. Kaffihúsið verður opið og geta gestir keypt sér veitingar. Allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda skólans.
Við hvetjum alla til að koma og eiga með okkur notalega kvöldstund saman.