Lestrarátak og uppskeruhátíð :)
Í dag lauk lestrarátaki skólans eftir frábærar vikur af lestri, gleði og metnaði! Nemendur hafa sýnt mikinn áhuga, staðfestu og hafa náð heilmiklum framförum í bæði lestri og lesskilningi. Gaman að heyra þau hlæja að því sem þau lesa :)
Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn heima – samvinna heimilis og skóla skiptir sköpum fyrir lestrarnám barnanna. Hvetjum ykkur til að halda áfram að lesa með þeim heima.
Þrátt fyrir að lestrarátakinu sé lokið ætla nemendur að halda áfram að safna í lestrarorminn góða, þar sem markmiðið er að hann nái alla leið upp í kennslustofuna á efri hæð!
Til að fagna öllum þessum lestrarmetnaði eru nemendur nú að njóta - kósýheit, bangsar, Harry Potter, popp og djús.
Á sama tíma er spennandi nýtt verkefni að hefjast í skólanum undir yfirskriftinni Tækni, þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna með sköpun, lausnaleit og tækni á fjölbreyttan hátt. Frétt um það í næstu viku.
Góða helgi
Jóna Lára