Ný lesfimiviðmið fyrir grunnskóla
Menntamálastofnun hefur gefið út lesviðmið fyrir 1.-10. bekk grunnskóla.
Markmið með setningu lesfimiviðmiðanna er að stuðla að bættu læsi barna og unglinga.
Lestrarviðmiðin eru gott tæki fyrir foreldra, nemendur og kennara til að fylgjast með framförum í lestri, styðja við læsi og auka þanig líkurnar á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi.
Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur markmiðin.