Plokkdagurinn
Plokkdagurinn
Í þessari viku var umhverfisvika hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar. Við fórum í fjöruna og tíndum upp rusl og flokkuðum það. Við tíndum líka rusl í kringum skólann, sundlaugina og við ærslabelginn. Það var skemmtilegt úti og svo fengum við kakó. Á sunnudaginn verður Stóri plokkdagurinn og hvetjum við ykkur öll til að sækja ykkur poka við Vagninn kl 11:00 á sunnudagsmorguninn og skila honum fullum af rusli við glergáminn við sundlaugina. Það er mikilvægt að tína upp rusl til að það verði fínt og snyrtilegt í umhverfinu okkar og svo dýrin borði ekki ruslið. Öll ættu að reyna að koma því að það verður gaman, kannski fáið þið líka kakó ;)
Frétt skrifuð af miðstigi Grunnskóla Önundarfjarðar