VALMYND ×

Samstarfsverkefni

Nemendur og kennarar eru á fullu í vinnu með hrekkjavökuþemað og er virkilega gaman að fylgjast með krafti þeirra og sköpun í þessu verkefni. Þemað er hluti af samstarfsverkefni okkar fámennu skólanna þar sem markmiðið er m.a. að efla teymiskennslu og samstarf skólanna.

Hérna fyrir neðan er hlekkur með nánari upplýsingum um verkefnið.

 Samstarfsverkefni

Verkefninu lýkur með hrekkjavökuskemmtun í Félagsheimilinu á Suðureyri þann 31. október. Nemendur verða allir í heima/skólagerðum búningum og hafa verið á fullu að skapa sína eigin búninga þar sem lögð er áhersla á endurnýtingu og sjálfbærni. Frábært að sjá samvinnuna, hugmyndaflugið og útsjónarsemina hjá þeim.

Við erum afar stolt af nemendum fyrir að taka þátt af áhuga og gleði og sjáum góðan árangur í vinnubrögðum þeirra og sköpun.

Að lokum er gaman að segja frá því að yngsta stigið er komið í 21. öldina og hefur fengið tússtöflu (í stað gömlu krítartöflunnar) og sjónvarp í stofuna sína. Elsta stigið og Viktor sáu um uppsetninguna að beiðni húsvarðar (Jónu). Aldeilis flott að vera með svona öflugt lið skólanum sem er tilbúið að ganga í öll verk.