Skólahald hefst á morgun þriðjudag 6. apríl
Heil og sæl
Ný sóttvarnarreglugerð frá heilbrigðisráðherra tók gildi 1. apríl og gildir til og með 15. apríl.
Með tilliti til hennar getum við haldið skólastarfi í leik- og grunnskóla með svipuðu sniði og við erum vön.
Undantekning er þó að nemendur á unglingastigi geta ekki sótt tíma á Ísafirði fram til 15. apríl og mæta því hér í skólann á morgun og næsta þriðjudag.
Hér eru helstu punktar um gildandi sóttvarnir í leik og grunnskóla:
Leikskólar
- Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
- Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
- Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.
- Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
- Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.
Grunnskólar
- Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
- Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
- Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
- Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
- Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
Bestu kveðjur
Sunna