Skólahald í grunnskólanum næstu vikurnar
Þar sem við erum með fámennan grunnskóla getum við hafið skólahald á eðlilegum tíma í fyrramálið þrátt fyrir að samkomubann vegna COVID 19 veirunnar verði haffið. Þetta bann hefuer samt ýmis áhrif á starf okkar og munum við fara eftir þeim fyrirmælum sem borist hafa og fara yfir verkfferla svo við náum að leggja okkar af mörkum til að sem bestur árangur náist við að hægja á framgangi veirunnar. Þessir verkferlar nýtast okkur einnig í baráttu við aðra smitsjúkdóma sem hafa verið í gangi undanfarið. Meðal þess sem við breytum er einstaklingsuppröðun, einstaklingsvinna, meiri sótthreinslun á snertiflötum og að matast verður í skólahúsinu.
Kennarar sem kenna við aðra skóla en okkar geta ekki komið til okkar og haldið uppi kennslu á meða ná banninu stendur en við munum finna leið til að fylla upp í kennslustundir þeirra eftir bestu getu. Valgreinar sem unglingar hafa sótt á Ísafjörð falla einnig niður á umræddu tímabili og fara unglingarnir því heim um hádegi þá daga sem það val er á stundatöflu.
Við minnum ykkur á að halda börnum heima ef þau eru með einhver einkenni flensu eða kvefs og einnig að athuga ef um útbrot er að ræða að þá gæti þar verið hlaupabóla eða gin og klaufaveiki á ferðinni.
Ef um undirliggjandi sjúkdóma er að ræða hjá börnum eða aðstandendm höfum við fullan skilniing á því að forekdrar velji að hafa börni sín heima tímabundið. Sé sú lausn valin skulu foreldrar hafa samband við skólastjóra eða umsjónarkennara og fá börnin þá heimanám og fjarkennslu við hæfi.
Í lokin vil ég minna á að gefa börnunum tækifæri til að spyrja og spjalla um það sem nú er í gangi því eðli málsins samkvæmt geta þessar aðgerðir valdið einhverjum börnum kvíða. Starfsmenn skólans leitast einnig við að fræða börnin og svara spurningum af yfirvegun.