Skólaslit á morgun 4. júní
Á morgun fimmtudaginn 4. júní verður Grunnskóla Önundarfjarðar slitið við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans. Verk nemenda verða til sýnis í anddyri og stigagangi og unglingadeildin mun sýna lokaverkefni sín sem unnið hefur verið að undanfarnar tvær vikur. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði og verður gestum boðið kaffi og kaka að lokinni dagskrá. Við minnum á tveggja metra regluna sem gott er að hafa í huga og virða við þá sem það kjósa.