VALMYND ×

Stóra íþróttahátíðin Bolungarvík

Stóra íþróttahátíðin fer fram á morgun í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Drangsnesi, Suðureyri, Ísafirði, Reykhólum, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta og skotbolta. Hátíðin verður sett kl 10:00 á morgun og stendur yfir til 18:40 annað kvöld. Katrín keyrir krakkana yfir og Unnur Björk verður með þeim í Bolungarvík frameftir degi. Þá taka hinar ofurvösku mæður Svana og Gunna við. 

Eftir hátíðina geta krakkarnir farið í sund og gert sig til fyrir ballið sem stendur til kl. 22.00. Aðgangseyrir á ballið eru 1500 kr og þurfa nemendur lika að koma nestaðir og/eða með pening fyrir mat. 

 

Image result for íþróttahátíð