Þorgrímur Þráinsson á Þingeyri
Á morgun, þann 15. september, ætla nemendur 5.-9. bekkjar að heimsækja Þingeyringa og hlýða á fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar. Hópunum verður skipt í mið- og unglingastig. Á meðan hvor hópur bíður eftir að berja átrúnaðargoðið augum þá er dagskrá sem Þingeyringarnar ætla að bjóða upp á.
Nemendur þurfa að taka með sér morgunesti en síðan borða þau hádegisverð með skólafélögum sínum og koma síðan heim.
Áætlað er að rútan fari héðan kl. 9 og komi til baka kl. 13. Kennsla verður í heimilisfræði hjá 7. og 9. bekk eftir að heim er komið.
Kennarar sem fara með í ferðina eru Edda og Grétar.
Unnur Björk
Skólastjóri