VALMYND ×

Til upplýsinga um stöðuna

Nokkrir punktar um hvernig við erum að bregðast við hertum aðgerðum í skólunum :
  • Minnum stöðugt á fjarlægð á milli fullorðinna.
  • Við berum ábyrgð á okkar persónulegu sóttvörnum og minnum nemendur á.
  • Við aukum þrif, t.d. með því að þrífa snertifleti oftar. 
  • Allir fullorðnir sem í skólana koma spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í fataklefa (nota spritt í anddyri áður en lengra er haldið)
  • Starfsmenn sem vinna í fleiri en einum skóla fari eingöngu í einn skóla á dag.
  • Ekki er grímuskylda í vinnu með börnum, grímur eru á staðnum og kennarar geta valið að bera grímu í kennslu. 
  • Fundir verði fjarfundir þar sem því verður við komið og grímuskylda er á fundum ef rými eru lítil og ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Foreldraviðtölum sem vera áttu fimmtudaginn 15. október hefur verið frestað fram yfir vetrarfrí. 
  • Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema brýna nauðsyn beri til.