VALMYND ×

Undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Hópur nemenda úr 7. bekk á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, með viðurkenningar fyrir þátttöku í undanúrslitum Stóru upplestrarkeppninnar, ásama dómnenfd.
Hópur nemenda úr 7. bekk á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, með viðurkenningar fyrir þátttöku í undanúrslitum Stóru upplestrarkeppninnar, ásama dómnenfd.
1 af 2

Í síðustu viku fóru undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar fram í G.Ö. Það voru 7. bekkingar frá Suðureyri, Þingeyri og Flateyri sem spreyttu sig á lestri úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi, ljóði eftir Kristján frá Djúpalæk og loks ljóði að eigin vali. Öll stóðu þau sig með stakri príði en eftir milkla yfirlegu dómnefndar sem skipuð var Steinunni Ásu, Sigríði Júlíu og Erlu Margréti stóðu tveir verðugir fulltrúar eftir sem fara áfram í Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður á Þingeyri 11. apríl næstkomandi.