VALMYND ×

Útskriftarferð og vordagar

10. bekkur er í útskriftarferð ásamt Eddu kennara. Þær skruppu til Edinborgar í Skotlandi. Voru þær komnar um hádegi í gær til Edinborgar og tóku daginn rólega enda ferðalúnar eftir akstur um nóttina til Keflavíkur og beint flug. 

Þær stöllur eru væntanlegar heim ti Flateyrar aftur á fimmtudaginn um eða eftir kvöldmat.

Á meðan vinna nemendur skólans ýmiskonar verkefni. 7.-8. bekkur vinnur stórt þemaverkefni í dönsku sem þau ætla að kynna fyrir foreldrum og velunnurum skólans á skólasýningunni 25. maí nk.