VALMYND ×

Val, áhugasvið og verklegt nám - Kynning á skólastarfinu #2

Mæla - skera - velja efni - klippa - líma - pressa og bíða
Mæla - skera - velja efni - klippa - líma - pressa og bíða
1 af 14

Skólinn styður nemendur í að taka virkan þátt í eigin námi með því að bjóða upp á valáfanga sem byggja á áhugasviði nemenda. 

Með því að leggja áherslu á val og áhugasvið í námi fá nemendur tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína og byggja upp trú á eigin getu. Þeir læra að taka ábyrgð á eigin námi, finna leiðir til að vinna með áskoranir og þróa færni sem nýtist þeim í framtíðinni.

Það er því ljóst að val skiptir máli – bæði fyrir námsgleði og betri árangur!

Síðustu vikur hafa nemendur á mið- og unglingastigi unnið út frá eigin áhugasviði og sýnt mikinn metnað við vinnu sína. 

Afraksturinn verður m.a. - uppskriftabók GÖ - upphífingaslá - stýripinnastandur - borðspil - starfsmannaplakat - prjónuð húfa

 

Í hringekjutímunum hafa nemendur verið að binda inn sína eigin bók - þetta er partur af samvinnuverkefni fámennu skólanna og Ágarðs. Verkefnið heitir Bókin mín og auk þess að binda inn sína eigin bók var m.a. unnið með sögu- og ljóðagerð (hægt að lesa í gluggum skólans). 

 

Metnaðarfullt og skapandi starf hérna í GÖ með leiðandi starfsfólki í fararbroddi