VALMYND ×

Vika tvö í samkomubanni- grunnskólinn

Heil og sæl

Enn gerum við breytingar til að gera okkar besta í hertum aðgerðum í samkomubanni. Nú höfum við það þannig að starfsmenn fara sem allra minnst á milli nemendahópanna og helst bara ekki neitt. Solla og Jóna sjá um yngri hópinn og Siggi og Sunna um eldri hópinn.  Stundaskrá heldur sér samt sem áður að mestu fram til kl 13:15 en samskipti við greinakennara fara fram í gegnum tölvu séu þeir ekki þeir sem eru með hópinn. Þessi hluti af verkefninu sem við fengum óvænt í hendurnar er að vissu leyti skemmtilegur. Öll höfum við gott af hæfilegri ögrun. Váin sem yfir vofir er samt þrúgandi. 

Skóladagur 5. - 10. bekkjar styttist á þriðjudögum frá og með deginum í dag þar sem ekki er hægt að halda úti þematímunum sem eru eftir kl 13:15. Þar er um að ræða blandaðan hóp og of mikið af verkfærum sem þyrfti að skiptast á með svo niðurstaðan varð að þessir tímar verða ekki fyrr en að afloknu samkomubanni. 

Einnig hefur sú breyting að starfsmenn fari ekki á milli hópa í för með sér styttingu hjá 9. og 10. bekk á miðvikudögum.

Lengd skóladags er því svona þessa daga: 

9. og 10. bekkur 

Mánudagur: 8:15- 12:00

Þriðjudagur: 8:15- 13:15

Miðvikudaur 8:15- 13:15

Fimmtudagur:8:15- 12:20

Föstudagur: 8:15- 12:00

1.-5. bekkur

Mánudagur: 8:15- 13:15 (5. bekkur -13:55)

Þriðjudagur:8:15- 13:15

Miðvikudagur: 8:15-13:55

Fimmtudagur: 8:15- 13:15 (5. bekkur - 13:55)

Föstudagur: 8:15-12:00

Meðan skólahald helst ennþá í þessum skorðum starfar dægradvöl einnig. 

 

Bestu kveðjur

Sunna