VALMYND ×

Fréttir

Sveitaferð

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar brugðu sér af bæ og kíkti um sveitir Önundarfjarðar. Fyrst var förinni heitið inn í Valþjófsdal þar sem við fengum að fylgjast með sauðburði á Kirkjubóli. Við vorum svo heppin að ein ærin bar meðan við vorum á staðnum og náðum við að fylgjast með því. Næst fórum við að Hóli þar sem er stórt og fullkomið kúabú. Þar fylgdumst við meðal annars með því þegar róbót mjólkar kýrnar. Síðasta heimsóknin var að Innri Veðrará þar sem við fengum að ganga um æðarvarp og var það góð æfing í að ganga hljólega um og halda sig á stígum. Dagurinn var í alla staði mjög góður, við nutum veitinga í sveitinni og upplifðum heilmikið og lærðum. 

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar kl 17:00 fimmtudag

Heil og sæl

Eitthvað misræmi varð hjá mér með tímasetningu árshátíðarinnar en hún er klukkan 17:00 fimmtudaginn 4. apríl. Allir velkomnir. Leiksýningar, veitingar 1.000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn, ljóðalestur, tónlist og sílaball þar sem yngri nemendur mega vera til kl 20:30 en þá halda unglingarnir áfram með sitt ball til kl 22:00. 

Nemendaferð á sýningunna Min framtíð 2019.

Í dag miðvikudag leggja nemendur af unglingstig ásamt umsjónarkennara sínum af stað í námsferð til Reykjavikur. Með í ferð eru unglingar og starfsmenn frá Suðureyri og Þingeyri. Markmið ferðarinnar er að skoða sýninguna Mín framtíð 2019 sem er haldin af Verkiðn í þeim tilgangi að auka sýnileika iðn og verkgreina. Nánar má lesa um sýninguna hér http://verkidn.is/?option=com_content&view=article&id=95%3Amin-framtie-2019&catid=2

Einnig verður tíminn notaður og sýningar í Perlunni skoðaðar, Undur í náttúru Íslands og Áróra, norðuljósasýning. 

Nemendur verða komnir heim á fimmtudagskvöld og verður skóladagur á föstudaginn. Á mánudag og þriðjudag tekur svo við vetrarfrí grunnskólanemenda á Flateyri. 

Breytt dagsetning á árshátíð

Við höfum tekið ákvörðun um að halda árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar fimmtudaginn 4. apríl í stað 14. mars þar sem samræmd próf fara fram í 9. bekk þá viku. Nemendur á unglingastigi eru þegar komnir með handrit í hendurnar og geta undirbúið sig heima áður en æfingar hefjast.

Deildarstjórastaða á Grænagarði

1 af 2

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri. Um er að ræða 80-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Grænigarður er staðsettur í fallegu umhverfi þar sem stutt er í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitasæluna. Grænigarður leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi, gleði og kærleika. Áhersla er einnig lögð á gott samstarf við foreldra, hreyfingu, útiveru og frjálsan leik.

Helstu verkefni

  • Tekur þátt í gerð skólanámsskrár, ársáætlunar, mati á starfssemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan hennar og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl

Hæfnikröfur

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2019. Umsóknir skulu sendar til Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra á netfangið Kristbjorgre@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Sunna í síma 450-8360 eða á í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Viðtöl í grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag

Viðtöl nemenda Grunnskóla Önundarfjarðaar og foreldra við umsjónarkennara fara fram eftir hádegi á þriðjudaginn og miðvikudaginn 29.-30. janúar. Á mentor er hægt að velja sér viðtalstíma eða hafa samband við umsjónarkennara ef þeir tímar sem þar er boðið upp á henta ekki. Einnig vil ég minna nemendur á að opna mentor.is og gera sjálfsmat. 

Starfsdagur á mánudaginn

Heil og sæl

 

Mánudaginn 28. janúar verður starfsdagur 'i Grunnskóla Önundarfjarðar og einnig í Leikskólanum Grænagarði. Báðir skólarnir eru því lokaðir allan þann dag.