VALMYND ×

Fréttir

Viðtöl í grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag

Viðtöl nemenda Grunnskóla Önundarfjarðaar og foreldra við umsjónarkennara fara fram eftir hádegi á þriðjudaginn og miðvikudaginn 29.-30. janúar. Á mentor er hægt að velja sér viðtalstíma eða hafa samband við umsjónarkennara ef þeir tímar sem þar er boðið upp á henta ekki. Einnig vil ég minna nemendur á að opna mentor.is og gera sjálfsmat. 

Starfsdagur á mánudaginn

Heil og sæl

 

Mánudaginn 28. janúar verður starfsdagur 'i Grunnskóla Önundarfjarðar og einnig í Leikskólanum Grænagarði. Báðir skólarnir eru því lokaðir allan þann dag. 

Litlu jól og jólafrí

20. desember „Litlu jólin“ kl. 9:30-12:10

Nemendur mæta spariklæddir í skólann kl. 9:30 með lítinn pakka í pakkaleik (gjöf sem kostar 500-1000 kr.) og lítið kerti til að búa til notalega stemningu í stofunni. Boðið verður upp á kakó og smákökur. 

Fyrir klukkan 11 verður farið á leikskólann þar sem dansað verður í kringum jólatré og væntanlega mæta þar jólasveinar. 

Af leiksklólanum höldum við svo öll saman í Gunnukaffi þar sem snæddur verður hátiðar málsverður. Að máltíð lokinni eru allir komnir í jólafrí. 

Töfrasýning Einars Mikaels í boði foreldrafélagsins

Föstudaginn 14. desember kemur Einar Mikael töframaður í heimsókn og heldur sýningu fyrir nemendur leikskóalns og grunnskólans. Sýningin verður í leikskólanum kl 9:30 og er í boði foreldrafélagsins.

Samfélagsvika

Í tilefni af samfélagsviku lýðháskólans ætla skólarnir þrír á Flateyri að vinna saman í næstu viku.


Á mánudaginn verður förndurstund í grunnskólanum frá kl 13:30-16:00. Lýðhálskólanemar leiða föndrið og verður boðið upp á smá hressingu á staðnum. 


Á þriðjudaginn verður svo jólatarzanleikur og þrautabraut í íþróttahúsinu kl. 14:00-15:30.


Öllum grunnskólanemendum og elstu nemendum leikskólans er boðið að taka þátt báða dagana.

Kaffihússkvöld

Heil og sæl

 

Nú er loksins að koma að kaffihússkvöldinu okkar í Grunnskóla Önundarfjarðar. Bæði yngri og eldri nemendur hafa verið að vinna verkefni sem þeir ætla að sýna gestum. Eldri nemendur ælta að útbúa veitingar og selja á sanngjörnu verði.  Við hlökkum mikið til taka á móti gestum frá kl 17:00 mánudaginn 3.desember. 

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin fimmtudaginn 25. október. Hátíðin verður sett kl. 10 og henni lýkur svo með balli kl.23:00. Ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl.18:45 og ballið byrjar kl.20:00. Tímann á milli er hægt að nota til að borða og græja sig fyrir ball. Allir skólar fá afnot af kennslustofu sem verður læst þar sem hægt er að geyma dót og verðmæti. Einarshús og Sjoppan verða með einhver tilboð á mat þennan dag og þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá afhentar samlokur hjá Jónu Láru. Einnig verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa samlokur og drykki og einnig miða á ballið.
Ballið er haldið í skólanum og er miðaverð 1.200 kr. og sjá Aron Can og DJ um skemmtunina 
Farið verður á einkabílum starfsmanna skólans. Starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann.
Grunnskóli Önundarfjarðar treystir því að allir mæti með góða skapið og keppnisskapið fyrir leikina.

 

Fræðsla fyrir foreldra ungmenna

Þriðjudaginn 23. október 2018 verður Heimili og skóli og Rannsókn og greining með fræðslu fyrir foreldra ungmenna.
Fræðslan fer fram í Grunnskólanum á Ísafirði og hefst kl. 17:00

Dagskrána má sjá hér að neðan og hvetjum við alla foreldra/forráðamenn til að mæta, það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu.

Dagskrá:
Hvernig líður börnunum okkar?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu  og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallar um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í ykkar sveitarfélagi.
Foreldrar skipta máli
Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.

Miðað er við að fræðslan með umræðum og hléi taki um 2 klukkustundir.

Vegna nýrra persónuverndarlaga

 

,,Grunnskólanum er umhugað um persónuvernd og réttindi einstaklinga sem varða persónuupplýsingar. Ný persónuverndarstefna grunnskólans sem lögð verður fyrir bæjarráð á allra næstu dögum mun segja til um hvaða persónuupplýsingum skólinn safnar, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar verða geymdar, hvert þeim kunni að verða miðlað og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Stefnan er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að undanförnu hefur grunnskólinn unnið að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hans á grundvelli laganna. Í því samhengi hefur grunnskólinn sett sér það markmið að hefja næsta skólaár í fullu samræmi við lögin. Einn liður í því krefst þátttöku foreldra sem tekin verður fyrir í fyrstu foreldraviðtölum skólaársins þann 23.08.2018, en þar kemur skólinn til með að leita samþykkis hjá foreldrum fyrir myndatöku af börnum þeirra og birtingu myndefnis. Til að tryggja ytra öryggi persónuupplýsinga nemenda verður jafnframt leitast eftir því að fá foreldra til að undirrita trúnaðaryfirlýsingu um þau atriði skólastarfs og einstaka nemendur sem þeir kunna að fá vitneskju um í heimsóknum sínum í grunnskólanum. Sérstök athygli er vakin á því að þessar ráðstafanir eru gerðar með hagsmuni nemenda og vernd persónuupplýsinga þeirra að leiðarljósi‘‘.