VALMYND ×

Fréttir

Skuggamynd stúlku

Á mánudaginn fóru nemendur eldri deildar á leikritið Skuggamynd stúlku í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. 

Verki fjallar er farandleiksýning fyrir unglinga um hlutverk þeirra sem verða vitni að einelti. 

 

https://listfyriralla.is/event/skuggaynd-af-stulku/ 

 

Voru nemendur og kennarar afar ánægðir með sýninguna og spruttu upp góðar umræður að sýningu lokinni. 

Gleðilega páska

Nú eru nemendur farnir í kærkomið páskafrí eftir annasamar vikur undanfarið. 

Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl. 

Gleðilega páska

Starfsfólk GÖ

Sund hefst að nýju fimmtudaginn 8. mars

Nú hefst sundkennsla að nýju. Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir mun koma alla fimmtudaga fram að skólaslitum og kenna sund frá og með 8. mars nk (nema þá fimmtudaga sem er frí).

Tímarnir skiptast þannig:

Eldri 8:15-9:15

Yngri 9:15 - 10:15

Íþróttatímar verða áfram samkvæmt stundatöflu á fimmtudögum, yngri kl. 10:30 og eldri 11:15. 

 

Afleysingar í leik- og grunnskólanum á Flateyri

Ég er að leita að góðri manneskju til að leysa af í leik- og grunnskólanum á Flateyri, dag og dag fram á sumar. Stundum þarf viðkomandi að koma inn með stuttum fyrirvara. Ég get lofað nær undantekningarlaust ótrúlega skemmtilegri upplifun með frábærlega skemmtilegu starfsfólki 

Æfingar á Rauðhettu í fullum gangi

Nú standa æfingar sem hæst fyrir árshátíðina okkar. Allir nemendur skólans koma að henni með einum eða öðrum hætti og  ætlum við að frumsýna leikritið Rauðhettu 1. mars nk í Félagsheimilinu á Flateyri kl. 17.00.

Við vorum svo heppin að Dagný var veðurteppt á Flateyri í morgun og Eva danskennari komst fljúgandi frá Ísafirði (og ekki í burtu aftur) svo megnið af deginum fór því í æfingar. 

Leikstjórinn í ár er hún Katrín María sem hefur jafnframt verið að kenna krökkunum að búa til alls konar. 

 

 

Veður vont

Það blæs hressilega hjá okkur á Flateyri eins og er. Björgunarsveitin var svo góð að koma mat til leik- og grunnskólans í dag.  Nemendur eru í góðum höndum í skólanum og fer enginn heim nema í fylgd foreldra. Yngri hópurinn er búin kl. 13:15 og eldri hópurinn er búin kl. 14 í dag. Dægradvalarbörnin verða í skólanum þar til þau verða sótt eða veðrið batni svo þau geti farið yfir á Grænagarð. 

Við biðjum alla um að fara varlega en vonandi gengur veðrið niður seinni partinn.

 

 

Ófærð, slæm veðurspá og starfsdagur

Eins og Flateyringum er kunnugt um þá er mikil ófærð í þorpinu eftir mikla ofankomu og 

Á morgun, þriðjudag, gengur enn önnur lægðin yfir og við minnum á að við munum alltaf reyna að opna skólana, svo fremi að starfsfólk skólans komist sjálft til vinnu. Það er hins vegar foreldra að ákveða hvort þeir telji að börn sín eigi erindi út í veðrið og tekur skólinn tillit til þess. Þar sem skólastjóri býr ekki Flateyri upplýsir starfsfólkið á Flateyri hana um ástandið á staðnum og er tekin ákvöðrun um opnun eða lokun skólans út frá þeim upplýsingum.  

Í morgun var ólag á síma grunnskólans en hann er kominn í lag og biðjum við ykkur um að hringja í skólann áður en þið sendið þau af stað í skólann til að vera viss um að starfsfólkið sé komið í skólann. Yngstu börnin ættu að fá fylgd foreldra/forráðamanna í skólann og heim að honum loknum. 

Á öskudag er starfsdagur í grunnskólanum og enginn skóli hjá nemendum.  

 

 

 

 

Vonskuveður

Úti blæs vindurinn og segir veðurspáin að það veðrið eigi eftir að versna eftir því sem líður á daginn. Við beinum því til foreldara að sækja börn sín í skólann eftir að kennslu lýkur í dag.