Fréttir
Leik- og grunnskólinn fær gönguskíði að gjöf
Okkur hafa verið gefin gönguskíði! Gullrillurnar hafa gefið skólunum okkar fjögur pör af gönguskíðum sem nýst geta elstu nemendum leikskólans og 1.-2. bekk grunnskólans.
Nú biðjum við bara um aðeins meiri snjó svo við getum prófað skíðin okkar.
Myndin hér til hliðar er ekki af gönguskíðunum heldur svaðilför skólastýrunnar eitt kvöld í Laugardalnum á gönguskíðum fyrir nokkrum árum síðan. Hún er meira til skemmtunar...
Grunnskólinn opinn 1. desember
Föstudaginn 1. desember er opið hús í skólanum. Eru foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera. Jafnframt langar okkur að bjóða foreldrum að taka að sér "starf" í skólanum.
Í boði er:
Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í eina kennslustund og aðstoðar nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennara.
Gæsla í frímínútum:
Foreldri tekur að sér frímínútnagæslu kl. 9:35-9:50.
Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við Unni Björk á netfangið unnurbjork@isafjordur.is
Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn í skólann.
Til hamingju
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagur íslenskrar tungu fagnað á Flateyri
Degi íslenskrar tungu var fagnað með kaffihúsakvöldi í skólanum okkar í gærkvöldi.
Þær Signý Lilja, Zuzanna og María spiluðu sexhent á píanó lag um hest. Birna Mjöll, Sylvía Lind og Matthildur Gróa sungu Móðir mín í kvíkví.
Því næst voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarbingó og heimalestur en Svandís Rós og Matthildur fengu verðlaun fyrir lestrarbingó og Helga Lára og Zuzanna fengu verðlaun fyrir að sleppa aldrei degi úr í lestri.
Allir nemendur skólans léku og lásu ljóð Þórains Eldjárns Karnival dýranna og því næst kynntu eldri nemendur þemaverkefni sín í samfélagsfræði og verkefni sitt um Flóttafólk.
Að lokum sungu og léku nemendur skólans á hljóðfæri lagið Marsbúa cha cha cha.
Eftir dagskrána seldi nemendafélagið kaffiveitingar og fer allur ágóði í vorferðasjóð nemenda.
Við erum enn að bíða eftir myndum frá kvöldinu en myndbandið um Flóttafólk er að finna hér.
Kaffihúsakvöld á degi Íslenskrar tungu
Nemendur GÖ halda kaffihúsakvöld fimmtudaginn 16. nóvember nk. klukkan 19:00. Ætla krakkarnir að kynna tvö þemaverkefni sem þau hafa verið að vinna að í vetur sem og lesa upp ljóðið Karnival dýranna eftir Þórarinn Eldjárn. Kaffihúsið verður opið og geta gestir keypt sér veitingar. Allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda skólans.
Við hvetjum alla til að koma og eiga með okkur notalega kvöldstund saman.
Námskeið fyrir foreldra
„Hvað get ég gert“
Þann 29. nóvember n.k verður haldið „hvað get ég gert“ námskeið fyrir foreldra. Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur og þýðandi bókanna sem hefjast á ,,Hvað get ég gert“ og eru ætlaðar nemendum frá 6-11 ára til að fást við ýmis vandamál. Bækurnar eru ætlaðar til að vinna með fullorðnum og við bjóðum foreldrum upp á námskeið til að geta unnið með þessar bækur með börnum sínum.
Klukkan 17:30 verður fjallað um hvernig er árangursríkast að vinna með bókina ,,Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur“ sem er ætluð börnum sem glíma við kvíða.
Klukkan 20:00 verður fjallað um hvernig best er nota bókina ,,Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin“.
Námskeiðin eru ætluð foreldrum sem vilja vinna með þessi atriði með börnum sínum og eru foreldrum að kostnaðarlausu.
Námskeiðin verða haldin í Grunnskólanum á Ísafirði.
Gísli Súrsson
Stóra íþróttahátíðin Bolungarvík
Stóra íþróttahátíðin fer fram á morgun í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Drangsnesi, Suðureyri, Ísafirði, Reykhólum, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta og skotbolta. Hátíðin verður sett kl 10:00 á morgun og stendur yfir til 18:40 annað kvöld. Katrín keyrir krakkana yfir og Unnur Björk verður með þeim í Bolungarvík frameftir degi. Þá taka hinar ofurvösku mæður Svana og Gunna við.
Eftir hátíðina geta krakkarnir farið í sund og gert sig til fyrir ballið sem stendur til kl. 22.00. Aðgangseyrir á ballið eru 1500 kr og þurfa nemendur lika að koma nestaðir og/eða með pening fyrir mat.
Matseðill októbermánaðar kominn á netið
Við erum búin að setja inn matseðil októbermánaðar fyrir leik- og grunnskólann.
Hann er að finna hér