VALMYND ×

Fréttir

Furðuleikar á Flateyri

Föstudaginn 6. október munu nemendur í 1.-7. bekk grunnskólanna á Suðureyri, Þingeyri og í Súðavík koma í heimsókn til okkar og taka þátt í "Flateyrarþrautinni". Nemendum verður blandað saman í hópa þar sem þau að leysa hinar ýmsu þrautir sem fara fram víðsvegar um þorpið í anda þáttanna Amazing race. 

Á eftir verður nemendum boðið í mat og heimferð er um klukkan 12. 

Það verður líf og fjör í þorpinu okkar þennan dag. 

Norræna skólahlaupið

Verður haldið hátíðlegt í skólanum á morgun. Yngri deild hleypur 2,5 km og eldri deild 5 km. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og í góðum skóm (ekki gúmmískóm eða stígvélum). 

Áfram GÖ!!

Samræmd próf í 7. bekk

Standa yfir í dag og á morgun. 

Í dag tóku þær Svandís, Védís og Sylvía próf í íslensku og á morgun taka þær próf í stærðfræði.

Samræmdu prófin eru, eins og í fyrra, tekin á rafrænan máta. Í Grunnskóla Önundarfjarðar eru prófin tekin á Ipad.

 

Þema mánaðarins

Í fámennnum skólum eru möguleikarnir miklir og gaman að prófa sig áfram með nýjar aðferðir. Í vetur höfum við tekið upp þemavinnu sem er föst í stundatöflu allra nemenda á fimmtudögum á milli kl. 8:15 og 10:30.  Í þemavinnunni bindum við okkur ekki eins mikið í námsbókunum heldur eru nemendur að læra sjálfstæð vinnu brögð, að spyrja sig gagnrýninna spurninga og vinna með mismunandi heimildir. 

Fyrsta þemað á þessu skólaári er flóttafólk og eru krakkarnir eru mjög áhugasamir en þetta reynir líka á eins og með allt það sem er nýtt. Það verður spennandi að sjá afraksturinn í byrjun nóvember þegar þessu þema lýkur og nýtt tekur við. 

Göngum í skólann

Í gær hófst "Göngum í skólann" og  lýkur því með lþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.



Á síðasta ári tóku milljónir barna í yfir 40 löndum viðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru um 70 skólar skráðir til leiks á síðasta ári og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt í gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26 talsins. 


Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband ÍslandsSamgöngustofaEmbætti LandlæknisRíkislögreglustjóriMennta- og menningarmálaráðuneytiðHeimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

 

Við hvetjum alla krakka á Flateyri að ganga í skólann og þá sem koma með skólabíl að ganga að minnsta kosti frá N1 og í skólann. 

 

Starfsdagur 8. september

Það er starfsdagur í Grunnskóla Önundarfjarðar og Leikskólanum Grænagarði föstudaginn 8. september. Starfsfólk grunnskólans mun fara á kennararáðstefnu á Reykhólum þennan dag.

 

Skólasetning

Grunnskóli Önundarfjarðar verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 10.00. Eftir skólasetninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína, fá afhentar stundtöflur og skráning í mötuneyti, mjólkur- og ávaxtaáskrift fer fram. Nemendur, kennararar og foreldrar fara síðan saman yfir áherslur og markmið næsta vetrar. 

Við hlökkum til að byrja skólaárið og hitta ykkur öll.

Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar. 

 

 

 

Skólaslit

Í dag var Grunnskóla Önundarfjarðar slitið. Yngstu nemendur tónlistarskólans spiluðu á píanó og að lokinni einkunna afhendingu söng kór skólans Flateyrarlagið og Hafið og fjöllin. 

Starfsfólk skólans þakkar fyrir ánægjulegt skólaár og hlakkar til að hitta nemendur að nýju 23. ágúst nk. 

Hafið það gott í sumar!