VALMYND ×

Fréttir

Fyrsti þemadagur- dagur íslenskrar náttúru

Sjávarsalt í vinnslu
Sjávarsalt í vinnslu
1 af 4

Í dag var fyrsti þemadagurinn hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar, á degi íslenskrar náttúru. Þemað sem við erum að vinna með er Önundarfjörðurinn og náttúra hans. Vel gekk hjá öllum hópum og verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Við nutum krafta sérfræðinga úr nærsamfélaginu, Maggi Eggerts fór á sjóinn með Sigga og hans hóp og María þaragúrú fór með Jónu og hennar hóp og komu þau heldur betur fróð úr þeirri ferð. Þriðji hópurinn vann salt úr sjó og breytti því í baðsölt undir leiðsögn Katrínar og Sunnu. Næstu tvo daga verða þessi verkefni endurtekin uns allir nemendur hafa kynnst þessu öllu samna. 

Á fimmtudaginn ætlum við svo að sýna afraksturinn og bjóða bæjarbúum að koma í heimsókn til okkar. Skólinn verður opinn þeim sem vilja kíkja við frá því að við hefjum starf kl 8:15 og þar til starfi lýkur kl 13:15. Eiginleg sýning og smakk á afurðum okkar verður frá klukkan 12 -13:15. 

 

 

Þemadagar í næstu viku

Í næstu viku verða fjórir þemadagar hjá okkur í grunnskólanum, frá 16. - 19. september. Þessa daga ætlum við að nýta þau landsins gæði sem Önundarfjörður hefur upp á að bjóða. Meðal þess sem við ætlum að gera er að draga fisk úr sjó, elda úti úr því sem vex í kringum okkur og gera tilraunir með vinnslu sjávarsalts og afurða úr því. Alla þessa daga lýkur skóladegi hér klukkan 13:15 en valtímar á unglingastigi sem eru á Ísafirði halda sér. 

 

 

Námskeiðsdagur á leik og grunnskóla

Föstudaginn 6. september er starfsdagur/námskeiðsdagur hjá starfsmönnum leik og grunnskólans. Starfsmenn leikskóla fara á Ísafjörð og fá fræðslu frá Helgu Harðardóttur kennsluráðgjafa um notkun á sjálfsmatskerfinu ,,Hversu góður er leikskólinn okkar". Með þessari aðferð gerir starfsfólk leikskólana sér betur grein fyrir að matið sé hluti af aðferðum til að bæta skólastarfið fyrir börnin og foreldra þeirra. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar í samskiptum við börnin, samstarfsfólk og foreldra. Einnig verður Helena Jónsdóttir sálfræðingur á Ísafirði með fyrirlestur um vellíðan á vinnustað, álag og streitu og viðbrögð við henni. 

Starfsmenn grunnskólans fara á kennaraþing KSV sem haldið er í Birkimel á Barðaströnd. Þar verður Oddný Sturludóttir með fyrirlestur um lærdómssamfélag, skólamenningu og nemendastýrð foreldraviðtöl. Hún beinir sjónum að þeim kröftum í skólamenningunni sem eru nauðsynlegir til að efla sjálfstæði nemenda, lyfta upp hugsun þeirra og gera hana sýnilega. Hún kynnir einnig til sögunnar ákveðna rútínu til að vekja upp samtal og rökræður í skólastofunni. Lögreglan á Vestfjörðum mætir svo með fyrirlesturinn Fíkniefni og forvarnir- Hvað getum við gert. 

Opnun Leikskólans Grænagarðs

Leikskólinn Grænigarður opnar að loknu sumarfríi þriðjudaginn 13. ágúst kl. 12:00. 

Skólastjóri. 

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar fer fram í sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl 10:00. Viðtöl nemenda og foreldra við umsjónarkennara fara fram að setningu lokinni. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. 

Skólastjóri. 

Opnun myndlistarsýningar

Í dag klukkan 10 verður formleg opnun á myndlistarsýningu leikskólanemenda úr Ísafjarðarbæ sem staðsett er í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Verk nemenda Grænagarðs eru á vegg við stigann milli annarrar og þriðju hæðar. Elstu nemendur leikskólanna ásamt kennurum verða viðstaddir opnunina. 

Skólaslit

Skólaslit Grunnskóla Önundarfjarðar vorið 2019 fara fram í skólanum þriðjudaginn 4. júní kl. 17:00. 

Allir velkomnir. 

Kristbjörg Sunna 

skólastjóri

Útskrift af leikskólanum Grænagarði

Í dag útskrifast þrír nemendur af leikskólanum Grænagarði. Af því tilefni hefst opið hús klukkan 15:00. Verk nemenda verða til sýnis og boðið upp á kaffi og útskriftarköku. 

Vorskóli GÖ

  Allir
  Næstu tvær vikurnar verða með hefðbundnu vordaga sniði eins og okkur skilst að hafi verið undanfarin ár. 
- Mánudaginn 20. maí verða unnin ýmis verkefni í skólastofunni og námsmat klárað t.d. lestrarpróf. 
- Þriðjudaginn 21. maí ætlum við að fara og veiða við bryggjuna og kannsli damlast á kajak. 
-MIðvikudaginn 22. maí verður opinn dagur í skólanum og hvertjum við foreldra og aðra bæjarbúa þá til að líta við og sjá hvað við erum að aðhafast, meðal þess sem verður gert þennan dag er dans og leikir með tónlist úti á sparkvelli, eldað úti og sáð í gróðurkassa. 
-Fimmtudaginn 23. maí ætlum við að athuga þekkingu nemenda á heimabyggðinni með ratleik. 
-Föstudaginn 24. maí verður svo leikjadagur þar sem ýmsir gamlir og nýjir leikir verða í boði, 

-Mánudaginn 27. maí verðum við aftur við ýmis verkefni í skólastofunni,og tökum til fyrir sumarið bæði í stofu og á skólalóð, 
-Þriðjudaginn 28. mái stefnum við á hjóla og gönguferð út á Klofning þar sem við leikum okkur í fjörunni og skoðum það sem fyrir augun ber. 
- Miðvikudaginn 29. maí förum við í óvissuferð með rútu, upplýsingar um það sem þarf að taka með koma þegar nær dregur. Útskriftarhópur af leikskólanum kemur með okkur í ferðina. 
-Fimmtudaginn 30. maí er frí ( uppstigningardagur). 
-Föstudginn 31. maí förum við í sólskinsgöngu með leikskólabörnunum og gerum eitthvað fleria skemmtilegt.

Róið á móti straumnum

Í dag fóru nemendur unglingastigs í langan kajakróður. Róð var frá Flateyri inn fjörðinn og inn að Vöðum. Lagt var af stað að morgni. Alla leiðina var róið á móti straumnum og reynir skíkt ferðalag ekki eingöngu á líkamlegan styrk og jafnvel meira á seiglu og úthald. Allir gerðu þarna sitt allrabesta og unnu stóra sigra. Endað var á Innri Veðrará þar sem svangir ferðalangar gæddu sér á grilluðum pylsum.