VALMYND ×

Fréttir

Vorskólinn hefst eftir helgi

Í dag var síðasti dagurinn sem við erum með hefðbundna kennslu. Á mánudaginn hefjast vísindadagar hjá okkur þar sem næringarfræði verður gert hátt undir höfði, tilraunir framkvæmdar, mygluverkefnið fer fyrir alvöru að mygla, gróðursetning, vorferðalag, sólarganga, umhverfisfegrunardagar og heimsóknir.

Við erum öll spennt fyrir þessum dögum sem framundan er og öllu því námi sem mun fara fram innan og utan veggja skólans. Íþróttir, sund, dans og verkgreinar eftir hádegi verða að vanda. 

Háskólalestin kemur til okkar á Flateyri föstudaginn 19. maí og koma þá nemendur 5.-10. bekkjar frá Suðureyri og Þingeyrar til okkar. 

Skólasýning grunnskólans verður sunnudaginn 21. maí frá kl. 11-13. 

Skólaslit verða hjá okkur föstudaginn 26. maí kl. 17.00 

 

Pals-námskeið

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 1.-9. bekk verið á Palsnámskeiði. Pals stendur fyrir Pör að læra saman og felst í  lesa krakkarnir fyrir hvort annað og leiðrétta ef þarf. Jafnframt endursegja þau það sem lesið er. 

Krakkarnir hafa staðið sig með mikilli prýði og sumir aukið hæfni sína í lestri til muna eftir að hafa verið á námskeiðið. 

Myndir af krökkunum er að finna í myndaalbúminu

Á mánudaginn verður síðan heilmikið Pals-partý þar sem krakkarnir hafa ákveðið að slá upp kökuhlaðborði og jafnvel velja frumlegustu kökuna!

1.-4. bekkur fór í föruferð

Hópurinn með allt ruslið sem við týndum á 10 mínútum.
Hópurinn með allt ruslið sem við týndum á 10 mínútum.
1 af 4

Í dag skruppu krakkarnir á yngsta stigi í fjöruferð að leita að óskasteinum, kröbbum og ýmsu fleiru. Við fundum nú ekki margar óskasteina en hins vegar fundum við fullt af rusli sem var týnt saman í poka, flokkað og sorterað síðar. 

Vonandi gengur okkur betur næst í óskasteinafundi en við gátum ekki gengið framhjá öllu plastruslinu. 

Foreldrafundur á Ísafirði 3. maí nk.

Mynd: Ruth Ásgeirsdóttir/Ljósmyndir og list fengið að láni af internetinu
Mynd: Ruth Ásgeirsdóttir/Ljósmyndir og list fengið að láni af internetinu

Hvenær er besti tími dagsins til þess að ala upp barn?

 

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þann 3. maí kl 20:00.

 Vá Vesthópurinn hefur fengið Magnús Stefánsson hingað vestur með forvarnarfræðslu. 

 Fræðslan fer fram á fjórðu hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði þar sem við reynum að finna svar við þessari spurningu, ásamt því að skoða:

 

  • Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
  • Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
  • Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
  • MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu.

 

Fyrirlesari: Magnús Stefánsson

Vefsíða: maggistef.is

Fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS

Facebook: Forvarnarfræðsla Magga Stef

Aðeins um fyrirlesarann Magnús Stefánsson.

Magnús Stefánsson hefur starfað sem fyrirlesari hjá Maritafræðslunni

síðan árið 2001. Hann hefur getið sér gott orð í því að ná til ungmenna við að útskýra

mögulega skaðsemi vímugjafaneyslu. Magnús er tónlistarmaður og hefur spilað með hljómsveitunum s.s. Utangarðsmönnum, Ego og Sálinni hans Jóns míns.

                                              

Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja.

Þess vegna er mikilvægt að foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína.

 

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn

Allir foreldrar/forráðamenn hjartanlega velkomnir.

Magnús Stefánsson og Vá Vesthópurinn.

Kennarar óskast í Grunnskóla Önundarfjarðar

Við erum að leita að kennurum fyrir næsta vetur. 

 

Grunnskóli Önundarfjarðar

Lausar eru til umsóknar kennarastöður í Grunnskóla Önundarfjarðar skólaárið 2017 til 2018. Um er að ræða kennslu í ýmsum greinum á öllum stigum sem og íþróttakennslu. Starfshlutfall er á bilinu 50-100%. Grunnskóli Önundarfjarðar er notalegur skóli með um 20 nemendur. Samkennsla er á yngsta-, mið- og unglingastigi. Einkunnarorð skólans eru virðing, metnaður, gleði og ábyrgð.

 

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

 

Umsóknum skal skilað til Unnar Bjarkar Arnfjörð skólastjóra á netfangið unnurbjork@isafjordur.is.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í síma 450-8360 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Páskafrí

Páskafrí nemenda hefst eftir hádegi föstudaginn 7. apríl nk. Nemendur koma aftur í skólann þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:00.

 

 

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar

1 af 4

Fór fram fimmtudaginn 23. mars sl. 

Settu nemendur upp leikritið Ronju Ræningjadóttur. Árshátíðin okkar heppnaðist einstaklega vel - hver einn og einasti nemandi stóð sig með miklum sóma og gaman að sjá leikritið lifna á sviðinu.

Magnea Björg Önundardóttir í 9. bekk  sá um sviðsmyndina en auk þess sá hún um að farða leikhópinn, hljóð og mynd. 

Með helstu hlutverk í leikritinu fóru:

Ronja Ræningjadóttir: Sylvía Lind Jónsdóttir og Karen Drífa Guðmundsdóttir

Matthías: Hinrik Jón Bergsson

Lovísa: Matthildur Gróa Bergsdóttir

Borki: Birna Mjöll Jónsdóttir

Valdís: Védís Önundardóttir

Birkir: Ívar Hrafn Ágútsson

Skalla-Pétur: Einar Arnalds Kristjánsson

Litli-Skratti: Andri Pétur Ágútsson

Nornir: Svandís Rós Ívarsdóttir og Signý Lilja Jónatansdóttir

Ræningjar: Svandís Rós Ívarsdóttir, Andri Pétur Ágútsson, Védís Önundardóttir, Birna Mjöll Jónsdóttir, Helga Lára Þorgilsdóttir, Zuzanna Majewzki, Signý Lilja Jónatansdóttir, María Arnalds Kristjánsdóttir.

Rassálfar: Helga Lára Þorgilsdóttir, Zuzanna Majewzki, Signý Lilja Jónatansdóttir, María Arnalds Kristjánsdóttir.

Tónlistarstjórn: Dagný Arnalds

Hreyfingar: Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir

Textavinna: Unnur Björk Arnfjörð

Búningar Una Lára Waage

Allt hitt sem var svo mikilvægt Edda Graichen og Guðmunda Agla Júlíusdóttir

Sérstakar þakkir fyrir lánið á Félagsheimilinu, Lára Thoroddsen og Jón Ágúst og allir foreldrarnir sem lögðu hönd á plóginn svo sýningin gæti orðið svona glæsileg. 

 

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði, fimmtudagskvöldið 9. mars.

Tólf nemendur úr 7. bekk grunnskólanna í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík tóku þátt að þessu sinni. Höfundar keppninnar í ár voru þau Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir. Lásu krakkarnir brot úr sögunni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ og valið ljóð eftir Steinunni. Að auki völdu krakkarnir sér ljóð til að lesa. 

Okkar maður Einar Arnalds Kristjánsson var sér og skólanum til mikils sóma og las sína hluta vel og vandlega. Hins vegar var keppnin afar hörð í ár og varð Auðbjörg Erna Ómarsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri sigurvegari keppninnar í ár.  Íris Embla Stefánsdóttir frá Grunnskólanum í Bolungarvík hafnaði í öðru sæti og Lena Rut Ásgeirsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði í því þriðja.

Dómarar voru þau Baldur Sigurðsson, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir. Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar hélt utan um dagskrána, en Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti keppninnar í fyrra, las inngangstexta.

Skólalúðrasveit Tónlistarskólans með Einar í fararbroddi, opnaði hátíðina og spilaði létt og skemmtileg lög til að koma keppendum og áhorfendum í réttan gír. 

Við óskum öllum keppendum, kennurum og foreldrum innilega til hamingju.

Samræmdum prófum í 9. bekk lokið

Þær Magnea Björg og Birna Mjöll luku samræmdu prófunum í íslensku, stærðfræði og ensku á dögunum. Fyrir prófið var þeim boðið í smá morgunverð til að fylla á tankinn og koma sér í gírinn fyrir prófið. Er þetta í fyrsta sinn sem þær taka samræmt próf á netinu og gekk allt vel í okkar skóla. 

 

Einar Arnalds Kristjánsson áfram í Stóru upplestrarkeppnina

1 af 2

Í dag var haldin litla Stóra upplestrarkeppnin á Þingeyri þar sem 7. bekkingar frá Flateyri, Suðureyri og Þingeyri kepptu í upplestri. 

Fyrir hönd okkar skóla kepptu þau Karen, Einar og Matthildur og komst Einar áfram fyrir okkar hönd og mun keppa í Stóru upplestrarkeppninni á Ísafirði 9. mars nk. 

Okkar keppendur stóðu sig með miklu sóma og megum við sannarlega vera stollt af okkar fólki.